Sólin skein í dag og við sperrtumst öll upp við það og ákváðum að nú skildi ráðist í að henda út bílgarmi sem að setið hefur á búkkum inná verkstæði í alltof langann tíma.Hann getur bara beðið fyrir utan þartil að járnagámur kemur en það stendur til að henda bílum sem hafa "skreytt" hér hlaðið mér til mikillar armæðu. En allt eru þetta gull og kannski hægt að finna einn og einn dýramætan varahlut ef mikið liggur við heyri ég af og til úr horni þegar að ég er að missa mig yfir hlaðskrautinu hér. Kallinn náði bílnum niður í einum HVELLI og ég varð ekki undir í látunum guði sé lof en rosalega brá mér þegar að hann datt! Út fór hann og Black Beauty gamli sem fær að hvíla við hlið hans en hann er líka að fara í sína hinstu ferð í brotajárn. Ég var nú orðin býsna spennt yfir þessu öllu saman og óð fram og tilbaka á kústinum og endaði inná kaffistofu með tuskur og sápur á lofti og óbóy....óboy.............! WC-ið varð ekki útundan heldur og núna getur hvaða kvenmaður hversu snobbaður og fínn sem hann er sest og gert bara hvað hann vill á skínandi hreinu postulíninu. Kallinn stökk svo í RVK á einhvern strákafund og ég hélt áfram og þegar að yfir lauk og öllum gegningum hjá dýrunum var lokið þá var klukkan orðin 00:00 á miðnætti og ég labbaði heim í tunglskini og stjörnum prýddum himni þvílíkt ánægð með daginn minn. Ég kom alsæl heim alveg búin á því og opnaði hurðina og einhver fyrirstaða var nú fyrir henni................! Busla hafði drullað líka þessari lellu og nú smurði ég henni með hurðinni í stórum boga á mottuna!!! GUBBBBBB................ Ég gerði ekki neitt.........:)! Einnota hanskar og nóg af eldhúspappír og klórsprey var málið og á endanum náði ég að þrífa óhroðann undan hurðinni og af mottunni og mottan út og ég orðin græn og blá í framan við að halda niður í mér andanum. Busla fékk svo að sofa útí bílskúr á meðan að hún var að jafna sig blessunin en henni finnst voða gott að borða ef hún kemst í gott og það hafði hún gert.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.